Greinasafn fyrir flokkinn: Stutt innlegg

Pálmasunnudagur 2013

Assisi-frescoes-entry-into-jerusalem-pietro_lorenzettiÞá er pálmasunnudagur ársins 2013 genginn í garð og er atburða þessa dags minnst í kristilegum söfnuðum landsins. Pálmasunnudagurinn markar jafnframt upphaf páskavikunnar, sem einnig er gjarnan nefnd dymbilvika, kyrravika, eða helga vika.

Njótið dagsins í dag og vikunnar og notið tækifærið til þess að staldra við og minnast atburða páskanna og þess sem Jesús boðaði.

Harmageddon og Þorgerður Katrín um trúfrelsi

Þeir Frosti og Máni í útvarpsþættinum Harmageddon fengu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, alþingismann og fyrrum mennamálaráðherra í heimsókn til sín. Var m.a. rætt talsvert um trúmál, sérstaklega í ljósi frumvarps um trúar- og lífsskoðunarfélög sem nýlega var samþykkt sem lög á Alþingi. Viðtalið er áhugavert og fá trúmálin umfjöllun strax í upphafi þess en á seinni stigum snýst umræðan talsvert meira um önnur málefni. Viðtalið má sjá með því að smella hérna

Hversvegna ákvað kirkjan að auglýsa ætlun sína?

Það hefur farið fram hjá fæstum að í upphafi árs var tilkynnt um ætlun Þjóðkirkjunnar að standa fyrir landssöfnun til tækjakaupa fyrir Landsspítalann. Þetta hefur skapað miklar umræður og deilur í þjóðfélaginu um hlutverk kirkjunnar og fjármögnun kirkjunnar og Landsspítalans.

En manni er spurn: Af hverju ákvað kirkjan að segja frá þessari áætlun sinni?

Þessi spurning er búin að naga mig lengi og upplifun mín er sú að kirkjan hafi að einhvejru leiti gert það í „PR“ skyni, þ.e.a.s. til þess að skapa jákvæða fjölmiðlaumfjöllun um sig sjálfa, sérstaklega í ljósi ummæla biskups við Morgunblaðið:

Það er ekki komin nánari útfærsla í smáatriðum, þetta eru eiginlega ennþá hugmyndir sem er eftir að finna farveg fyrir. Ég mun eiga fund með forstjóra Landspítalans á næstu dögum, og með nokkrum fleiri, og þá skýrist þetta.

Ég veit þetta ekki fyrir víst – en ég sé ekki þörfina fyrir því að segja landi og þjóð frá þessari ætlun sinni, að halda viku landssöfnun, með slíkum fyrirvara að ætlunin er ennþá á hugmyndastigi. Sérstaklega í ljósi t.a.m. orða Jesú Krists í Matteusarguðspjalli 6. kafla versum 1-4 sem vísað er til í fyrri pistli okkar hér. En í versi eitt segir m.a.:

„Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.“

Af hverju ákvað kirkjan að segja frá þessu núna? Hefði mátt komast hjá óþarfa skotum á kirkjuna ef að beðið hefði verið með tilkynningar þangað til búið var að koma hugmyndinni a.m.k. í farveg, ef ekki lengra? Maður spyr sig…

-DS

Konur trúræknari en karlar?

Í nýlegri grein á Christianity Today er því haldið fram að skv. nánast hvaða mælistiku sem er, séu konur trúfastari/trúræknari kristnir einstaklingar samanborið við karla. Niðurstöður skoðunarkönnunar sem vísað er til í fréttinni (og við bendum á hér að neðan), bendi til þess að fleiri konur séu staðfastar í trúnni, trúi að Jesús sé sonur Guðs, sæki samkomur vikulega, biðji daglega og lesi reglulega í Biblíunni samanborið við karla, svo fátt eitt sé nefnt. Í þeim fáu atriðum sem karlar gætu flokkast sem trúræknari er munurinn milli kynjanna afar lítill og vart marktækur en þessi atriði snúa að guðfræði og íhaldssemi og þátttöku í Biblíuleshópum eða sunnudagaskólum.

Hver er ykkar reynsla? Er hin kristna kvennþjóð trúræknari/trúfastari en karlkynið?

Niðurstöður könnunarinnar í gegnum ChristianityToday