Greinasafn fyrir flokkinn: Ritstjórn

1. apríl frétt! Nýtt kristilegt stjórnmálaafl – J-listi – Trú, virðing og kærleikur

cropped-DSC_0410an3.jpgATH – Eins og margir áttuðu sig fljótlega á var neðangreind færsla 1. apríl gabb. Við vonum að færslan hafi þó minnt á að kosningar til Alþingis eru í vændum og það er um að gera að kynna sér vel þau fjölmörgu framboð sem í boði eru og fyrir hvað þau standa. Tenglarnir að neðan virka ekki lengur en þeir vísuðu á undirsíðu Trúmál.is sem uppljóstraði 1. apríl gabbið.

Dagarnir lengjast og sólin fær að njóta sín lengur og lengur á daginn. Á sama tíma vonumst við til þess að í komandi kosninum muni birtan njóta sín inn á Alþingi. Það er því sönn ánægja að segja frá því frumkvæði Trúmál.is að bjóða fram í komandi Alþingiskosningum árið 2013. En við höfum síðastliðnar vikur safnað að okkur hæfu fólki til að bjóða fram á öllu landinu undir merkjum J-listans – Trú, virðing og kærleikur.

Í dag höfum við náð nægum undirskriftum til að bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi Norður og erum næstum því búin að sækja nauðsynlegan fjölda undirskrifta í öðrum kjördæmum landsins. Frestur til framboðsins rennur út 12. apríl og teljum við að þetta náist fyrir þann tíma.

Á listanum eru ýmsir þekktir einstaklingar sem hafa það sameiginlegt að vera með hjarta fyrir trúmálum en að öðru leiti með fjölbreyttan bakgrunn sem mun gagnast landi og þjóð í hinum ýmsu málaflokkum, þ.á m. þeim sem snúa að fjárhagi, verðtryggingu, húsnæðismarkaði og gjaldeyrishöftum. Til þess að skoða fólkið, áherslumál og hugmyndir okkar smelltu þá hérna.

Ef þú hefur áhuga á að styðja við framboðið smelltu þá hérna.

Fylgstu með okkur á Twitter

TwitterNú er Trúmál.is komið á Twitter og hægt verður að fylgjast með nýjum færslum þar. Ef þú ert á Twitter hvetjum við þig til að fylgjast með Trúmál.is þar.  


Tvennt sem er gott að vita

Þegar þú kemur inn á vefsvæðið Trúmál.is sérðu ekki alltaf færslurnar í fullri lengd. Ef að færsla endar á orðunum „continue reading“ geturðu smellt á það til þess að sjá færsluna í heild sinni. Ef þú vilt tjá þig um tiltekna færslu hvetjum við þig til þess að gera það. Í fyrsta skipti sem þú tjáir þig þá þarf að samþykkja athugasemdina – þetta er til þess að koma í veg fyrir spam/fjöldapóst í athugasemdakerfinu. Eftir fyrsta samþykki ættu athugasemdir og skoðanir þínar að koma inn jafnóðum og þú hefur sent þær. Eins og venja er mælumst við til þess að menn síni fyllstu kurteisi í samskiptum á vefsvæðinu og áskiljum okkur allan rétt til að fjarlægja hverskonar athugasemdir.

Nýtt útlit, ný síða, nýjar áherslur!

Trúmál.is hefur síðastliðna mánuði verið að endurskipuleggja síðuna. Vinnan er stöðugt í gangi og á næstu vikum/mánuðum mun síðan væntanlega taka á sig þægilegri mynd með það fyrir augum að skapa skemmtilega síðu um trúmál á Íslandi í dag. Allar ábendingar eru vel þegnar á póstfangið okkar trumal@trumal.is.  Á döfinni eru ýmsir pistlar um það sem efst hefur verið á baugi í þjóðfélaginu síðastliðnar vikur og hvetjum við áhugasama til þess að láta okkur vita af áhugaverðu efni til birtingar.

Á forsíðunni munum við leitast við að benda á áhugaverð myndbönd, sem og viðburði sem eru á döfinni. Þessa daganna er undirbúningur Global Leadership Summit 2012 í fullum gangi og verður ráðstefna haldin á Íslandi dagana 2. – 3. nóvember 2012. Hvetjum við áhugasama til þess að líta á vefsíðuna www.gls.is til þess að afla frekari upplýsinga um ráðstefnuna.