Mánaðarskipt greinasafn fyrir: nóvember 2013

Innblástur

blog caspianInnblástur… Hvaðan fær skapandi fólk innblástur sinn? Hvaðan fékk Michelangelo innblástur sinn þegar hann málaði loftið á Sistínsku kapellunni í Vatíkanið? Hvaðan fékk Leonardo da Vinci innblástur sinn við allt sem að hann fann upp á sínum tíma? Hvaðan fékk J. K. Rowling innblástur sinn við sköpun töfraheims Harry Potters?

Þegar svona spurningum er velt upp getur verið erfitt að finna svörin og listafólkið eða skapararnir sjálfir eru oft einir um að vita hvaðan innblástur hinna einstöku verka þeirra komu.

Tveir af mínum uppáhalds rithöfundum sköpuðu báðir ævintýraheima sem hafa fylgt okkur í yfir hálfa öld. J. R. R. Tolkien skapaði heiminn í kringum Hobbitann og Hringardróttinssögu á meðan C. S. Lewis skapaði heim Narníu. Innblástur þeirra hefur eflaust komið frá mörgum mismunandi stöðum en hér langar mig að velta upp hvaðan innblástur ákveðna sena í sögunum kom.

*spoiler alert*

Við lestur sagnanna má sjá að í báðum sögunum kemur sá tími að skógar gegna mikilvægu hlutverki í bardögum. Í Hringadróttinssögu kemur Fangorn skógurinn til bjargar í orrustunni við Hjálmsdýpi (sjá myndband ). Á meðan lifnar skógurinn í Narníu við í sögunni Kaspían Konungsson (e. Prince Caspian) í orrustunni eftir einvígi þeirra Péturs og Míraz.

Fyrir nokkru var ég að lesa í Biblíunni og rakst á eftirfarandi vers: „Bardaginn barst um allt landsvæðið og þennan dag gleypti skógurinn fleiri menn en sverðið.“ (2. Sam. 18:8). Þegar ég las þetta vers komst ég ekki hjá því að hugsa til þessara atburða í Hringadróttinssögu og Narníu. Nú er spurning, gæti verið að þetta vers í Biblíunni hafi verið innblástur fyrir J.R.R. Tolkien og C.S. Lewis þegar þeir skrifuðu þessar senur. Hvað heldur þú?

-Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson