Hversvegna ákvað kirkjan að auglýsa ætlun sína?

Það hefur farið fram hjá fæstum að í upphafi árs var tilkynnt um ætlun Þjóðkirkjunnar að standa fyrir landssöfnun til tækjakaupa fyrir Landsspítalann. Þetta hefur skapað miklar umræður og deilur í þjóðfélaginu um hlutverk kirkjunnar og fjármögnun kirkjunnar og Landsspítalans.

En manni er spurn: Af hverju ákvað kirkjan að segja frá þessari áætlun sinni?

Þessi spurning er búin að naga mig lengi og upplifun mín er sú að kirkjan hafi að einhvejru leiti gert það í „PR“ skyni, þ.e.a.s. til þess að skapa jákvæða fjölmiðlaumfjöllun um sig sjálfa, sérstaklega í ljósi ummæla biskups við Morgunblaðið:

Það er ekki komin nánari útfærsla í smáatriðum, þetta eru eiginlega ennþá hugmyndir sem er eftir að finna farveg fyrir. Ég mun eiga fund með forstjóra Landspítalans á næstu dögum, og með nokkrum fleiri, og þá skýrist þetta.

Ég veit þetta ekki fyrir víst – en ég sé ekki þörfina fyrir því að segja landi og þjóð frá þessari ætlun sinni, að halda viku landssöfnun, með slíkum fyrirvara að ætlunin er ennþá á hugmyndastigi. Sérstaklega í ljósi t.a.m. orða Jesú Krists í Matteusarguðspjalli 6. kafla versum 1-4 sem vísað er til í fyrri pistli okkar hér. En í versi eitt segir m.a.:

„Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.“

Af hverju ákvað kirkjan að segja frá þessu núna? Hefði mátt komast hjá óþarfa skotum á kirkjuna ef að beðið hefði verið með tilkynningar þangað til búið var að koma hugmyndinni a.m.k. í farveg, ef ekki lengra? Maður spyr sig…

-DS

2 hugrenningar um “Hversvegna ákvað kirkjan að auglýsa ætlun sína?

 1. Kristín

  Hmm … PR er einn möguleiki. Aðrar ástæður fyrir því að fólk segir frá hugmyndum sem eru enn á hugmyndastigi gætu verið (og hér er ég ekki að segja að það eigi við í þessu tilfelli) eftirfarandi.

  Ákefð vegna nýju hugmyndarinnar. Það er, viðkomandi er kominn með (að sínu mati) frábæra hugmynd og getur bara ekki þagað yfir henni.

  Viðkomandi hefur átt erfitt með að fá fólk í kringum sig (t.d. samstarfsfólk) til að „samþykkja“ nýju hugmyndina og því er tækifærið notað og hugmyndin tilkynnt opinberlega svo ekki sé möguleiki á að bakka með hana.

  Viðkomandi er vanur því að vera opinskár með allt/flest það sem hann/hún er að vasast í.

  … eflaust er fullt af öðrum möguleikum, þar á meðal PR :)

  Þrátt fyrir skiptar skoðanir á því hverjir „eigi/megi“ standa fyrir söfnunum, vona ég að þessi söfnun endi vel bæði fyrir gefendur og þiggendur

 2. Davíð Sveinbjörnsson

  Já ég vona að þessi söfnun gangi vel fyrir bæði gefendur og þiggendur og einnig að þessi söfnun megi vera skref í átt að reglulegri þjónustu kirkjunnar við samfélagið og söfnunum til líknarmálefna innan kirkjunnar eins og vani er að gera í ýmsum kirkjum bæði hérlendis og erlendis.