Páfi segir af sér

BenediktXVIBenedikt XVI páfi hefur tilkynnt að hann muni fara úr embættinu 28. febrúar næstkomandi. Mun ástæðan fyrir þessu vera sú að aldur og heilsa komi í veg fyrir að hann sinni embættinu með þeim hætti sem hann telur embættið þurfa.

Það er óalgengt að páfi segi sig úr embætti og hafa flestir páfar látist í embætti. Síðasti páfi sem sagði af sér var Gregory XII árið 1415, en hann sagði af sér m.a. til að binda enda á átök innan kirkjunnar, en deilur stóðu milli aðila um hver ætti tilkall til embættisins og ruddi afsögn Gregory XII veginn fyrir nýjan páfa sem aðilar gátu verið sáttir með. Á undan Gregory XII má segja að síðasti óumdeildi páfi sem lét af embætti af sjálfsdáðum var Clelestine V á árinu 1294

Páfi hefur verið í embætti í 8 ár og verður ekki annað sagt en að margt hafi gerst á þeim tíma bæði í heiminum, en einnig á vettvangi kirkjunnar. Á meðan menn bera þakklæti til fráfarandi páfa er væntanlega mikil vinna framundan við að velja næsta páfa.

Hvað hefur þú um málið að segja?