Milljónamæringur þökk sé fóstureyðingu

Eftirfarandi myndband hefur vakið sterk viðbrögð. Það sýnir konu sem kemur að hópi fólks í San Francisco sem tók þátt í „Walk for Life“ göngu sem haldin er árlega í tengslum við fóstureyðingar. Konan segir að hún sé milljónamæringur vegna þess að hún hafi farið í fóstureyðingu. Viðmælandi hennar vekur máls á því að þessvegna tali þau um fóstureyðingar sem mannfórn. Því manneskju sé fórnað fyrir bættu lífi annarrar manneskju.

Hérna má lesa meira um myndbandið. Fullyrðing konunnar í myndbandinu stingur mann enda er ótækt að samfélagið íhugi það að setja manneskju í þá aðstöðu að hún þurfi að eyða lífi í móðurkviði sínu til þess að eiga möguleika á bættari framtíð, eða velgengni, menntun eða frama. Konur eiga betra skilið. Nútímasamfélag ætti að leggja mikla áherslu á að fækka fóstureyðingum kvenna. Samfélag þar sem almennt er „þörf“ fyrir fóstureyðingu, sér í lagi af félagslegum ástæðum er samfélag þar sem eitthvað er að. Viljum við búa í samfélagi þar sem mannslífum er reglulega fórnað oft með tilheyrandi tilfinningakostnaði kvenna, fyrir fjárhagslega og félagslega velgengni?

-DS

Hvað hefur þú um málið að segja?