Predikarar með lífverði og fljúgandi um á einkaþotum?

einkaþotaEr eðlilegt eða réttlætanlegt að kristnum predikara sem gengur vel í lífinu, selur t.d. mikið af bókum, er með sjónvarpsþátt, fljúgi um á einkaþotu, sé með lífverði, gisti á flottustu hótelherbergjum o.s.frv.? Skiptir það okkur yfir höfuð máli? Ætti það að skipta okkur máli?

Í gær á vefsíðu Charisma Magazine var að finna afar áhugaverða grein eftir J. Lee Grady undir fyrirsögninni „No More Pentecostal Popemobiles“. Þó að tilefni greinarinnar sé að einhverju leiti kjör Frans páfa, að þá snýr greinin að sjálfsgagnrýni á hin yfirdrifnu veraldlegu gæði sem margir söfnuðir, og sér í lagi margir predikarar og prestar leggja áherslu á, hvort heldur það er í persónulega lífinu eða í krafti hlutverks síns innan kirkjunnar.

Við hvetjum þá sem hafa góð tök á ensku að smella hérna og lesa greinina sjálfa, því hún er vel þess virði að lesa. En fyrir þá sem hafa minni tíma eða kjósa lestur á íslensku er vel þess virði að snerta á nokkrum þeim atriðum sem greinin snýr að.

——

POPEFRANCISGreinarhöfundur er ekki kaþólskur og hefur s.s. ekki fylgst náið með né skilið þá kirkjupólitík sem á sér stað innan Vatíkansins og veltir því upp hversvegna í ósköpunum þessi nýji páfi sem er frá Argentínu sé svona vinsæll.

Það er kannski auðvelt að skilja það. Hann er auðmjúkur. Hann eldar fyrir sjálfan sig. Hann valdi að lifa í lítilli íbúð í Buenos Aires í stað hallar erkibiskupsins. Og þegar hann var leiðtogi kaþólskra Argentínumanna tók hann strætó til að komast á milli staða. Hann tók strætó aftur eftir að hann var kosinn páfi í síðustu viku í Róm.

Páfinn meira að segja skaust út úr Vatíkaninu eftir kosninguna til þess að lofa Guð með almenningi – án lífvarða og án páfabílsins sem ýmsir kalla „Popemobile“.

Að sögn bað hann kolelga sína í Argentínu að sleppa því að mæta til Rómarborgar þegar hann verður settur í embættið og gefa þess í stað peningana sem þeir hefðu eytt í flugfarið til fátækra.

Að þessu sögðu er rétt að velta fyrir sér hvort lesendur sjái einhvern greinarmun á einföldum lífstíl Frans páfa og þeirri yfirdrifnu velmegun sem sést stundum hjá sumum hvítasunnu og karísmatískum leiðtogum.

Því miður er það þannig, þó sem betur fer sé ástandið ekki með þessum hætti á Íslandi, a.m.k. ekki svo ég viti til, að sér í lagi í Norður-Ameríku misnota kristnir leiðtogar það fjármagn sem þeim stendur til boða og jafnvel eyða því í vitleysu.

Það er ekki verið að kalla eftir því að prestar og kristnir leiðtogar lifi í fátækt og neiti sér um allt veraldlegt. Heldur er greinin ákveðin áskorun til kristinnar kirkju að gefa gaum að þeim sem minna mega sín og vara á sama tíma við þá miklu eyðslu, sem er í  raun misnotkun á auð, sem því miður sést stundum.

lifverdirÞó að við á Íslandi verðum lítið vör við lífverði, hótelherbergi sem kosti milljón krónur hver nótt, einkaþotur, kröfur um limmósínur eða stöðugt betl sjónvarpspredikara (kannski einna helst þetta síðastnefnda), að þá getum við samt haft áhrif til hins betra. Við ættum t.d. ekki að leyfa gestapredikurum að komast upp með fáránlegar kröfur ef þær eru gerðar, jafnvel þó að viðkomandi sé nafntogaður og frægur. Slíkt á ekki að skipta máli.

——

Við á Trúmál.is vonum að sjálfsögðu að Frans páfi haldi áfram að vera sú fyrirmynd sem hann virðist hafa verið argentínsku kirkjunni. Jafnframt vonum við að leiðtogar kirkna um allan heim verði vakandi yfir málefnum þeirra er minna mega sín og hlutverki kirkjunnar gagnvart þeim. Einnig er mikilvægt að kirkjan sé meðvituð um hættuna sem felst í þeirri mistnokun á fjármunum sem stundum vill eiga sér stað innan kirkjunnar. Þá erum við ekki að vísa til fjárdráttar, heldur óábyrga notkun og umframeyðslu á fjármunum sem kirkjunni hefur verið falið af fúsum gefendum til þess að ávaxta, til að vinna þá vinnu sem Jesús hefur falið henni.

-D.S.

Hvað hefur þú um málið að segja?