Pálmasunnudagur 2013

Assisi-frescoes-entry-into-jerusalem-pietro_lorenzettiÞá er pálmasunnudagur ársins 2013 genginn í garð og er atburða þessa dags minnst í kristilegum söfnuðum landsins. Pálmasunnudagurinn markar jafnframt upphaf páskavikunnar, sem einnig er gjarnan nefnd dymbilvika, kyrravika, eða helga vika.

Njótið dagsins í dag og vikunnar og notið tækifærið til þess að staldra við og minnast atburða páskanna og þess sem Jesús boðaði.

2 hugrenningar um “Pálmasunnudagur 2013

  1. Trúmál.is Post author

   Sæll Árni, þökkum fyrir lesturinn. Við verðum þó að vera ósammála að einhverju leiti og bendum á að páskavikan er ekki endilega vikan eftir páska.

   Vikan fyrir páska er nefnilega af ýmsum nefnd páskavika, a.m.k. ef miðað er við skrif Gunnlaugs Ingólfssonar á vef Vísindavefsins sem hægt er að lesa hérna sem og hérna, og svo má skoða annað svar hérna. Eðlilegt er þó að taka það fram að sumir hafa í gegnum tíðina litið svo á að páskavikan sé vikan eftir páska, en í tilvitnuðum skrifum Gunnlaugs vísar hann m.a. til ágreinings á hinu háa Alþingi Íslendinga frá árinu 1853 þar sem menn tókust á um skilning á þessu, en ritmálasafn Orðabókar háskólans sýnir að tvenns konar skilning á þessu orði vel, sjá hérna.

   Hér verður þó ekki hártogast um hvort sé réttara, en á það bent, fyrir áhugasama að í 10. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991 er vísað til bæði dymbilviku og páskaviku, og það væri vissulega áhugavert að velta fyrir sér skilningi Alþingis á þessum orðum en ekki er skýrt af lögunum hvort notkun beggja hugtaka sé til þess að nota fjölbreytt orðalag eða einmitt til þess að ákvarða páskavikuna í kjölfar dymbilviku. Í kjarasamningum er stundum vísað til páskaviku, s.s. kjarasamningi leikarafélags Íslands, en samhengið þar virðist benda til þess að páskavikan byrji á Pálmasunnudag. Það kann því vel að vera að í dag sé ennþá ósamræmi í notkun á þessu orði og hvort sé réttara verður ekki lagt endanlegt mat á af aðstandendum Trúmál.is.

   Þökkum þér Árni fyrir ábendinguna.

Hvað hefur þú um málið að segja?