1. apríl frétt! Nýtt kristilegt stjórnmálaafl – J-listi – Trú, virðing og kærleikur

cropped-DSC_0410an3.jpgATH – Eins og margir áttuðu sig fljótlega á var neðangreind færsla 1. apríl gabb. Við vonum að færslan hafi þó minnt á að kosningar til Alþingis eru í vændum og það er um að gera að kynna sér vel þau fjölmörgu framboð sem í boði eru og fyrir hvað þau standa. Tenglarnir að neðan virka ekki lengur en þeir vísuðu á undirsíðu Trúmál.is sem uppljóstraði 1. apríl gabbið.

Dagarnir lengjast og sólin fær að njóta sín lengur og lengur á daginn. Á sama tíma vonumst við til þess að í komandi kosninum muni birtan njóta sín inn á Alþingi. Það er því sönn ánægja að segja frá því frumkvæði Trúmál.is að bjóða fram í komandi Alþingiskosningum árið 2013. En við höfum síðastliðnar vikur safnað að okkur hæfu fólki til að bjóða fram á öllu landinu undir merkjum J-listans – Trú, virðing og kærleikur.

Í dag höfum við náð nægum undirskriftum til að bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi Norður og erum næstum því búin að sækja nauðsynlegan fjölda undirskrifta í öðrum kjördæmum landsins. Frestur til framboðsins rennur út 12. apríl og teljum við að þetta náist fyrir þann tíma.

Á listanum eru ýmsir þekktir einstaklingar sem hafa það sameiginlegt að vera með hjarta fyrir trúmálum en að öðru leiti með fjölbreyttan bakgrunn sem mun gagnast landi og þjóð í hinum ýmsu málaflokkum, þ.á m. þeim sem snúa að fjárhagi, verðtryggingu, húsnæðismarkaði og gjaldeyrishöftum. Til þess að skoða fólkið, áherslumál og hugmyndir okkar smelltu þá hérna.

Ef þú hefur áhuga á að styðja við framboðið smelltu þá hérna.

Hvað hefur þú um málið að segja?