Hundavina samkomur í sumar

hundarikirkjuÁ Íslandi færist gæludýraeign í vöxt. Sérstaklega hefur hundaeigendum fjölgað á síðastliðnum árum og er það jákvæð þróun. Samband manns og hunds getur orðið ótrúlega sterkt og viðurnefnið „besti vinur mannsins“ hefur ítrekað sannað sig. Sjálfur á ég hund og hef oft velt fyrir mér að taka hann með mér á sunnudögum í kirkjuna, eða gott betur, að eiga notalega kristilega samverustund  úti með öðrum hundaeigendum.

Nú þegar sumarið er komið er tilvalinn tími fyrir kirkjur að velta fyrir sér hvernig hægt er að nýta sér sumarveðrið á Íslandi sem stoppar allt of stutt við. Hundavina samkomur er einn möguleiki sem ég hvet hugrakka safnaðarleiðtoga til að skoða vel og bjóða upp á.

Þessu tengdu deili ég með ykkur grein um kirkju í Bandaríkjunum þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa fólki að koma með hundana sína á samkomur. Þetta hefur að sögn reynst afar skemmtilegt og vakið mikla lukku. Hundarnir eru eigendum sínum til sóma og aðrir safnaðarmeðlimir virðast afar sáttir við þessa nýjung. Meira að segja þeir sem eru með hundaofnæmi hafa ekki látið sig vanta í kirkjuna, enda sitja hundaeigendurnir vanalega aftast í kirkjunni til þess að veita öðrum eilítið meira rými, og hefur uppátækið því ekki valdið neinum ama. Fyrir áhugasama má sjá vídeó og umfjöllun um þessa stórskemmtilegu nýjung og hugrökku kirkju hérna.

Ætli einhver á Íslandi þori að taka skref í þessa átt?

D.S.

Hvað hefur þú um málið að segja?