Nicky Cruz í áhugaverðu viðtali – Myndband

nickycruzogdavidwilkersonNicky Cruz er mörgum kunnur, sérstaklega aðdáendum bókarinnar (og kvikmyndarinnar) Krossinn og hnífsblaðið, eftir David Wilkerson, sem og bókina um hann sjálfan „Run Baby Run“ sem í íslenskri þýðingu heitir Hlauptu drengur hlauptu. Nicky Cruz átti um margt erfiða barnæsku og segist sjálfur ekki hafa upplifað kærleika heimafyrir. Hann fluttist 15 ára frá Púertó Ríkó til New York og byrjaði fljótlega þátttöku í gengjum og var um tíma leiðtogi Mau Mau gengisins í New York.

Myndbandið að neðan er viðtal frá árinu 1991 og er um margt áhugavert, sérstaklega hvað bakgrunn hans varðar og mikilvægi kærleikans. Athyglisverð er frásögn Nicky Cruz af hundi sem kenndi honum sitthvað um kærleika þegar Nicky var átta ára (hann byrjar að ræða þetta á 4. mínútunni. En leyfum Nicky Cruz að segja frá því sjálfur.

Hvað hefur þú um málið að segja?