Símtöl páfa

pope-francis_2663236bEitt af því sem hefur aukið vinsældir Frans páfa meðal almennings er að hann á það til að taka upp símtólið og hringja í einstaklinga innan kaþólsku kirkjunnar sem hafa sent honum bréf. Nú nýverið hringdi páfinn í Önnu Romano sem hafði skrifað páfa þar sem hún sagði frá því að hún hefði uppgötvað að barnsfaðir hennar væri giftur. Eftir að hún sagði kærasta sínum frá því að hún væri ólétt, sagði hann henni að hann væri giftur og sagði henni að fara í fóstureyðingu. Fréttasíðum ber ekki saman um hvort þeirra yfirgaf hinn einstaklinginn, en eitt er víst og það er að þau slitu sambandi sínu og hún var staðráðin í að fara ekki í fóstureyðingu.

Þegar símtalið kom brá konunni þegar hún uppgötvaði hver var á línunni. Þegar hún deildi áhyggjum sínum með honum um hvort nokkur prestur myndi vilja skíra barnið, þar sem það var getið utan hjónabands, þá sagði hann henni að ef hún lenti í vandræðum myndi hann sjálfur skíra barnið. Hann uppörvaði hana síðan og sagði henni að hún væri hugrökk og sterk að ákveða að hún myndi halda barninu.

Er þetta jákvætt og hefur aukið vinsældir Frans páfa að hann sé tilbúinn að taka frá tíma til að hringja í „sóknarbörn“ sín sem koma til hans með áhyggjur sínar bréfleiðis.

Heimildir: Hér er frétt breska blaðsins Telegraph um málið og hér má finna umfjöllun National Catholic Register um málið.

-Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson

Hvað hefur þú um málið að segja?