Morgunbænin fær að haldast en kvöldbænir eru úti

Í hádegisfréttum Rúv, á Mbl.is og Vísi, fyrir skömmu er sagt frá þeirri ákvörðun Útvarpsstjóra að draga tilbaka fyrri ákvörðun um að falla frá bænadagskrárliði að morgni á Rás 1. Engu að síður verður kvöldbænaliðurinn ekki inni. Þessi ákvörðun virðist hafa verið tekin í samráði við Biskup.

Því er sannanlega fagnað að tekið er tillit til þeirra radda í samfélaginu sem óskuðu eftir því að halda bænum inni, en á sama tíma er vissulega ákveðinn missir af kvöldbænunum.

Hvað hefur þú um málið að segja?