Siðmennt, Richard Dawkins og ófæddu börnin

SidmenntTrúmál.is fékk ábendingu um það í gær að Richard Dawkins, sem kom á framfæri óvæginni siðferðisafstöðu sinni í vikunni sem leið, hafi fyrir ekki svo mörgum árum komið hingað til lands í boði Siðmenntar. Þetta er sérstaklega áhugaverð staðreynd í ljósi þess fordæmis sem Siðmennt hefur sett í mótmælum gagnvart erlendum gestum (og væntanlega innlendum einnig) sem tjá sig opinberlega og koma til lands í boði trúar- og/eða lífsskoðunarfélaga.

Skemmst er að minnast viðbragða Siðmenntar og annarra við komu Franklin Graham til landsins í fyrra. Þar var komu Graham mótmælt harðlega sökum afstöðu hans til samkynhneigðar, en koma hans var ekki ætlað að fjalla um þá afstöðu og kom þeirri afstöðu svo sem ekkert við.

Ætli Siðmennt, sem jafnan hefur verið stolt af komu Dawkins á þeirra vegum, myndi bjóða Dawkins aftur til landsins í ljósi framkominnar afstöðu? Er siðferðisafstaða Siðmenntar sem lífsskoðunarfélag samrýmanleg hugmyndafræði Dawkins sem hann lýsti í síðastliðinni viku?

D.S.

Hvað hefur þú um málið að segja?