gls

Global Leadership Summit 2.-3. nóvember 2012

Okkur finnst mikilvægt að kynna áhugaverða starfsemi, ráðstefnur og fyrirlestra sem eiga sér stað hér á Íslandi og tengjast trúmálum. Það er okkur því mikil ánægja að segja örlítið frá svokallaðri GLS, leiðtogaráðstefnu, sem haldin hefur verið á Íslandi frá 2009 og í hinum stóra heimi frá 1995. GLS stendur fyrir global leadership summit og er alþjóðleg leiðtogaráðstefna. Ráðstefnan er haldin af Willow Creek samtökunum í Bandaríkjunum, sem eru þverkirkjuleg samtök sem um 12.000 söfnuðir úr 90 kirkjudeildum eru meðlimir í. Tæplega helmingur meðlimanna eru söfnuðir utan Bandaríkjanna.

Markhópur ráðstefnunnar eru leiðtogar í kristilegu starfi en hver sem er sem áhuga hefur á leiðtogahlutverkinu er velkominn á ráðstefnuna, hvort sem hann er kristinn eða ekki, og mun ráðstefnan og efni sem þar er kynnt vafalítið gagnast flestum. Í ár eru fyrirlesararnir ekki af verri endanum. Bill Hybels, stofnandi og forstöðumaður Willow Creek, Condoleezza Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Jim Collins sem er afar þekktur á sviði leiðtogafræða svo örfáir séu nefndir.

Í ár hefst ráðstefnan föstudaginn 2. nóvember og lýkur laugardaginn 3. nóvember og verður hún haldin í Neskirkju. Verð er í dag 13.500 krónur fyrir ráðstefnuna, en námsmenn, atvinnulausir, öryrkjar og hópar með 5 eða fleirum þar sem einn raunverulegur greiðandi stendur að baki fá ráðstefnuna á 9.500 krónur.

Hvetjum við alla áhugasama að kynna sér ráðstefnuna betur á vefsíðu GLS á Íslandi.

Hvað hefur þú um málið að segja?