Um Trúmál.is

Almennt

Trúmál.is er vefsíða um kristileg málefni líðandi stundar. Á síðunni eru tekin fyrir ýmis efni sem tengjast trúmálum og þá sérstaklega í tengslum við hina kristnu kirkju.

Markmið þessarar síðu er m.a. að vera upplýsingaveita fyrir kristna einstaklinga og aðra sem eru áhugasamir um kristna trú og fjölmiðlaumfjöllun sem snertir hana. Ef að þú veist um eitthvað sem er að gerast í hinni kristinni kirkju, eitthvað sem tengist kristindómnum á Íslandi í dag sendu okkur þá upplýsingar um það á netfangið trumal@trumal.is. Eins ef þú hefur áhuga á að skrifa grein, pistil, koma með fréttir, greinar eða einhverjar ábendingar eða athugasemdir, hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur.

Utanumhald síðunnar er í höndum Davíðs Arnars Sveinbjörnssonar og Benjamíns Ragnars Sveinbjörnssonar. Greinar eftir reglulega höfunda eru merktir með upphafsstöfum þeirra (D.S. og B.S.) en fullt nafn þeirra má sjá hér.

Athugasemdir og ummæli á síðunni

Þeir sem hafa hug á að senda inn athugasemdir á síðuna eru vinsamlegast beðnir að gæta kurteisis, og við biðjum alla að rita athugasemdir sínar undir nafni og eftirnafni ásamt því að gefa upp gilt tölvupóstfang (tölvupóstfang er ekki gert sýnilegt á vefsvæðinu og verður ekki deilt til þriðja aðila). Í fyrsta skipti sem skrifuð er athugasemd þarf að samþykkja hana, en eftir það koma athugasemdir frá þeim einstaklingi jafnóðum inn.

Við munum hafna athugasemdum sem uppfylla ekki ofangreind. Við áskiljum okkur jafnframt fullan rétt til að eyða út hvers kyns athugasemdum.

Biblíutilvitnanir

Tilvitnanir úr Biblíunni sem birtar eru á síðunni, eru öllu jafna fengnar úr nýjustu þýðingu Biblíunnar útgefinni af Hinu íslenska Biblíufélagi 2007.

2 hugrenningar um “Um Trúmál.is

Hvað hefur þú um málið að segja?