Greinasafn fyrir merki: KFUM&K

Vatnaskógur, Vindáshlíð, Ölver, Kaldársel og Hólavatn

VatnaskogurSkráning hófst í sumarbúðir KFUM og K fyrir rúmri viku og er skráning enn í fullum gangi. Hvetjum við foreldra barna á aldrinum 6-17 ára að skoða þær sumarbúðir og þá flokka sem í boði er fyrir börnin. Fyrir yngri börnin er fjölbreytt starf í Kaldárseli og á hólavatni en frá 9 ára aldri er um að gera að kíkja í Vatnaskóg, Vindáshlíð eða Ölver. Hægt er að skrá sig í gegnum netið á vefsíðu KFUM og K hérna. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofuna á Holtavegi 28 í síma 588 8899.

Við hvetjum áhugasama til að skoða þetta. Þetta er einstök upplifun fyrir börnin sem eignast oft á tíðum vinskap út lífið og yndislegar minningar. Í sumarbúðunum er fyrirmyndar aðstaða til útiveru og leikja, æðislegur matur er borinn á borð og öll kvöld enda á eftirminnilegum kvöldvökum þar sem  burgðið er á leik og sungið. Á kvöldin og morgnanna er svo fræðsla um Guðs orð.

Þetta eru frábærir þroskandi staðir þar sem fjölbreytt dagskrá er í boði við allra hæfi!