Greinasafn fyrir merki: Myndband

Nicky Cruz í áhugaverðu viðtali – Myndband

nickycruzogdavidwilkersonNicky Cruz er mörgum kunnur, sérstaklega aðdáendum bókarinnar (og kvikmyndarinnar) Krossinn og hnífsblaðið, eftir David Wilkerson, sem og bókina um hann sjálfan „Run Baby Run“ sem í íslenskri þýðingu heitir Hlauptu drengur hlauptu. Nicky Cruz átti um margt erfiða barnæsku og segist sjálfur ekki hafa upplifað kærleika heimafyrir. Hann fluttist 15 ára frá Púertó Ríkó til New York og byrjaði fljótlega þátttöku í gengjum og var um tíma leiðtogi Mau Mau gengisins í New York.

Myndbandið að neðan er viðtal frá árinu 1991 og er um margt áhugavert, sérstaklega hvað bakgrunn hans varðar og mikilvægi kærleikans. Athyglisverð er frásögn Nicky Cruz af hundi sem kenndi honum sitthvað um kærleika þegar Nicky var átta ára (hann byrjar að ræða þetta á 4. mínútunni. En leyfum Nicky Cruz að segja frá því sjálfur.

Hundavina samkomur í sumar

hundarikirkjuÁ Íslandi færist gæludýraeign í vöxt. Sérstaklega hefur hundaeigendum fjölgað á síðastliðnum árum og er það jákvæð þróun. Samband manns og hunds getur orðið ótrúlega sterkt og viðurnefnið „besti vinur mannsins“ hefur ítrekað sannað sig. Sjálfur á ég hund og hef oft velt fyrir mér að taka hann með mér á sunnudögum í kirkjuna, eða gott betur, að eiga notalega kristilega samverustund  úti með öðrum hundaeigendum.

Nú þegar sumarið er komið er tilvalinn tími fyrir kirkjur að velta fyrir sér hvernig hægt er að nýta sér sumarveðrið á Íslandi sem stoppar allt of stutt við. Hundavina samkomur er einn möguleiki sem ég hvet hugrakka safnaðarleiðtoga til að skoða vel og bjóða upp á.

Þessu tengdu deili ég með ykkur grein um kirkju í Bandaríkjunum þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa fólki að koma með hundana sína á samkomur. Þetta hefur að sögn reynst afar skemmtilegt og vakið mikla lukku. Hundarnir eru eigendum sínum til sóma og aðrir safnaðarmeðlimir virðast afar sáttir við þessa nýjung. Meira að segja þeir sem eru með hundaofnæmi hafa ekki látið sig vanta í kirkjuna, enda sitja hundaeigendurnir vanalega aftast í kirkjunni til þess að veita öðrum eilítið meira rými, og hefur uppátækið því ekki valdið neinum ama. Fyrir áhugasama má sjá vídeó og umfjöllun um þessa stórskemmtilegu nýjung og hugrökku kirkju hérna.

Ætli einhver á Íslandi þori að taka skref í þessa átt?

D.S.

Myndband: Kínverjar taka á móti Biblíunni

200px-Open_bible_01_01_svgTökum við mannréttindum okkar sem sjálfsögðum hlut? Er aðgangur að Biblíunni sjálfsagður um allan heim? Í Kína eru talsverðar takmarkanir þegar kemur að mannréttindum sem við á Vesturlöndum tökum sem sjálfsögðum hlut. Ritfrelsi, trúfrelsi, tjáningarfrelsi eru að mörgu leiti takmörkuðu í hinu fjölmenna ríki Kínverja. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hóp Kínverja taka við Biblíum sem dreift hefur verið. Það er ljóst að mikil spenna hefur ríkt í hópnum og ánægjan er mikil.

Milljónamæringur þökk sé fóstureyðingu

Eftirfarandi myndband hefur vakið sterk viðbrögð. Það sýnir konu sem kemur að hópi fólks í San Francisco sem tók þátt í „Walk for Life“ göngu sem haldin er árlega í tengslum við fóstureyðingar. Konan segir að hún sé milljónamæringur vegna þess að hún hafi farið í fóstureyðingu. Viðmælandi hennar vekur máls á því að þessvegna tali þau um fóstureyðingar sem mannfórn. Því manneskju sé fórnað fyrir bættu lífi annarrar manneskju.

Hérna má lesa meira um myndbandið. Fullyrðing konunnar í myndbandinu stingur mann enda er ótækt að samfélagið íhugi það að setja manneskju í þá aðstöðu að hún þurfi að eyða lífi í móðurkviði sínu til þess að eiga möguleika á bættari framtíð, eða velgengni, menntun eða frama. Konur eiga betra skilið. Nútímasamfélag ætti að leggja mikla áherslu á að fækka fóstureyðingum kvenna. Samfélag þar sem almennt er „þörf“ fyrir fóstureyðingu, sér í lagi af félagslegum ástæðum er samfélag þar sem eitthvað er að. Viljum við búa í samfélagi þar sem mannslífum er reglulega fórnað oft með tilheyrandi tilfinningakostnaði kvenna, fyrir fjárhagslega og félagslega velgengni?

-DS