Greinasafn fyrir merki: Noregur

Vinsælli en Bieber og Fimmtíu gráir skuggar

Flag_of_Norway.svgÁhugaverð tíðindi berast frá Norðmönnum þessa dagana. Biblían hefur nú verið í toppsætum bókasölulista landsins í samanlagt 54 vikur á síðasta 56 vikna tímabili. Þó það ætti ekki að koma sérstaklega á óvart ef til langstíma er litið, bendir tímaritið Guardian á að vinsældir Biblíunnar hafi á þessu tímabili slegið út „sjálfsævisögu“ Justin Bieber og hina geysivinsælu bók Fimmtíu gráir skuggar. En þetta þykir mörgum ákveðin tíðindi. Um er að ræða nýja norska þýðingu á Biblíunni.

Þessi þróun hefur víða þótt athyglisverð, sérstaklega í ljósi þess að mönnum þykir Norðmenn hafa fjarlægst trúarlegum málefnum á síðastliðnum árum og áratugum og sumir segja Noreg eitt trúlausasta land Evrópu. Kirkjuleiðtogar í Noregi eru þó ekki á einu máli um að umbylting eigi sér stað í Noregi. Ekki er merkjanlegur munur á kirkjusókn, en um 1% þjóðarinnar (í Noregi búa um 5 milljónir) sækir guðsþjónustur reglulega. Aðrir benda á það að Norðmenn eru í eðli sínu lítillátir og iðka trú sína heima hjá sér og sækja ekki endilega trúarlegar samkomur. Engu að síður verður að telja þessar fregnir sé ákveðinn vitnisburður um hugarástand þessarar þjóðar.

Boðskapur Biblíunnar rýrist ekki með árunum, og áhugi okkar á þessari merku bók fer augljóslega ekki minnkandi.

Sjá meira um málið hérna og hérna

-DS