Greinasafn fyrir merki: Skoðanakönnun

Konur trúræknari en karlar?

Í nýlegri grein á Christianity Today er því haldið fram að skv. nánast hvaða mælistiku sem er, séu konur trúfastari/trúræknari kristnir einstaklingar samanborið við karla. Niðurstöður skoðunarkönnunar sem vísað er til í fréttinni (og við bendum á hér að neðan), bendi til þess að fleiri konur séu staðfastar í trúnni, trúi að Jesús sé sonur Guðs, sæki samkomur vikulega, biðji daglega og lesi reglulega í Biblíunni samanborið við karla, svo fátt eitt sé nefnt. Í þeim fáu atriðum sem karlar gætu flokkast sem trúræknari er munurinn milli kynjanna afar lítill og vart marktækur en þessi atriði snúa að guðfræði og íhaldssemi og þátttöku í Biblíuleshópum eða sunnudagaskólum.

Hver er ykkar reynsla? Er hin kristna kvennþjóð trúræknari/trúfastari en karlkynið?

Niðurstöður könnunarinnar í gegnum ChristianityToday