Greinasafn fyrir merki: Stjórnarskrá

Þjóðkirkja í stjórnarskrá?

Kosningar þær sem haldnar voru síðastliðna helgi hafa verið margumtalaðar og hafa sumir lýst þeim sem skoðanakönnun eða viðhorfskönnun vegna ráðgefandi stöðu þeirra. Eins og alkunna er snérust kosningarnar um tillögu umdeilds skipaðs stjórnalagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga, semsagt nýrri stjórnarskrá. Ferlið frá upphafi, hugmyndafræðin á bakvið stjórnlagaráð og starf þess, umrædd kosning og spurningar þær sem settar voru fram eru allt gagnrýniverðar frá ýmsum sjónarhornum. Svo má lengi deila um nauðsyn þess að umturna stjórnarskrá þeirri sem við í dag eigum.

Áhugamenn um trúmál hafa þó vafalítið fylgst grant með niðurstöðum kosninganna hvað spurningu þrjú á kjörseðlinum varðar. Sú spurning hljómaði svona:

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Við þessari spurningu gátu hinu ráðgefandi kjósendur valið eða Nei. Niðurstaða ráðgefandi atkvæðagreiðslunnar er sú að 51,1% svöruðu játandi og 38,3% svöruðu neitandi. En hvað þýðir þetta?

Halda áfram að lesa