Greinasafn fyrir merki: Stjórnmál

Er þörf á kristilegum stjórnmálasamtökum?

Christian Political PartyÁ vefsvæðinu krist.blog.is má finna upplýsingar um „Kristinn þjóðarflokk“ sem eru kristileg stjórnmálasamtök. Samtökin virðast leidd áfram að miklu leyti af Jóni Vali Jenssyni en aðrir sem virðast þátttakendur í þeim eru Snorri Óskarsson og Þorsteinn bróðir hans sem gengu til liðs við samtökin í upphafi árs skv. síðunni. Aðrir einstaklingar eru einnig hluti af samtökunum sem virðast telja milli 15-20 manns miðað við grunna skoðun á færslum og upplýsingum á síðunni.

Stjórnmálaflokkar sem kenna sig við kristna trú og kristin gildi eru víðsvegar starfandi og áhugavert verður að sjá hvernig þessi flokkur mun koma fram, hvort hann muni vera uppbyggður á svipaðan hátt og flokkar í nágrannalöndum okkar eða hvort hann muni breyta til.

Nú sem endranær eru ýmis mál sem snerta trúmál og siðferðismál í höndum Alþingis, sveitarstjórnar og fleiri aðila og það er ekki úr vegi að spyrja hvort ekki sé raunverulega þörf á kristnum stjórnmálasamtökum. Ef svo er, hvernig þurfa slík samtök að vera uppbyggð og á hvaða gildum ber að byggja, í ljósi þess að kristnar kirkjur eru margar, fjölbreyttar og innan þeirra er að finna fjölbreytilegt úrval pólitískra skoðana um hin margbreytilegu mál sem tekin eru fyrir á hinu stóra* sviði stjórnmála.

Á síðunni hefur komið fram að fáar sem engar blaðagreinar hafa verið birtar á vegum samtakanna og lítið hefur verið gert að þeirra frumkvæði við að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri. Vonandi verður breyting þar á, sérstaklega ef stefnt er að því að bjóða fram í næstkomandi alþingiskosningum sem og sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Enda hlýtur kynning á flokknum og stefnu hans að vera grundvallarforsenda fyrir því að hann nái einhverjum árangri.

-DS

*Sem er heldur lítið hér á Íslandi

Sóknargjald eða ríkisframlag?

kirkjanogpeningarUmræða um sóknargjöld og eðli þeirra sprettur reglulega upp. Iðulega er það í tengslum við umræðu um hvort þjóðkirkjan sé eiginleg ríkiskirkjan, en jafnframt í tengslum við jafnrétti og mismunun gagnvart þeim sem standa utan trúfélaga.

Sóknargjalda umræðan náði sig á flug þegar frumvarp um breytingar á lögum um trúfélög var til meðferðar á Alþingi. Í nefndarálitum var ítrekað lögð áhersla á afstöðu nefndarinnar (bæði meirihluta og minnihluta) að væru félagsgjöld sem íslenska ríkið hefur tekið að sér að innheimta en ekki framlög úr ríkissjóði með einstaklingum sem ríkissjóður greiði sóknargjöld með. (Sjá nefndarálit hér, hér og hér og fjölmiðlaumfjöllun hérna).

Vert er að taka það fram að þessi afstaða virðist vera í samræmi t.a.m. við afstöðuna sem fram kemur í samningi milli þjóðkirkjunnar og ríkisins um kirkjujarðir frá 1997 (sem finna má hérna). Því hefur verið haldið fram að umræddur samningur vísi til þess, (í 7. gr. og undir „um 7. gr.) að sóknargjöld séu styrkur. En slíkt virðist af textanum sjálfum ekki fá staðist, þvert á móti virðist samningurinn einmitt ganga útfrá því að um innheimtuhlutverk ríkisins sé að ræða. Ef skýring um 7. gr. er skoðuð segir:

„Átt er við styrki samkvæmt ákvörðun Alþingis, samningsbundnar og lögboðnar greiðslur, ss. greiðslur til Skálholtsstaðar, Hallgrímskirkju, Hóladómkirkju, Kirkjumiðstöðvar Austurlands, Löngumýrar í Skagafirði og Skálholtsskóla. Auk þess innheimtir ríkissjóður eins og verið hefur sóknar– og kirkjugarðsgjöld fyrir þjóðkirkju Íslands og innir af hendi lögbundnar greiðslur í…“

Með orðalaginu „Auk þess innheimtir ríkissjóður eins og verið hefur sóknar- og kirkjugarðsgjöld, er ljóst að það er ekki hluti af „styrkjum“, heldur þvert á móti aðskilið frá því. Og notkun hugtaksins „innheimtir“ vísar til innheimtuhlutverks ríkissjóðs.

Hér á árum áður voru sóknargjöld ekki innheimt af ríkinu, en lagaheimild var fyrir því að innheimta sóknargjöld samkvæmt ákveðnum reglum og í ákveðnu hlutfalli. Sóknir gátu haft talsverð áhrif á þetta hlutfall og veitt fjölskyldum sem áttu fjárhagslega erfitt afslátt eða jafnvel fellt niður sóknargjald vegna tiltekins tímabils.

peningarÍ dag verður þó að viðurkennast að lög um sóknargjöld sýna ekki jafnskýrlega að um sé að ræða „innheimtu“ hlutverk ríkisins. Þvert á móti virðist um styrk frá ríkinu að ræða. Núgildandi lög nr. 91/1987 segja í 1. gr. að þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti álögðum samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt eftir því sem lög þessi ákveða. Þá segir í 2. gr., að ríkissjóður skuli skila 15. hvers mánaðar, af óskiptum tekjuskatti, fjárhæð er rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga. Lögin bera það ekki með sér að um sérstaka innheimtu sé að ræða, þó að vissulega hafi það að hafa verið tilgangurinn og skilningur manna framan af.

Sú framkvæmd sem í dag hefur myndast skapar þó viss vandkvæði sem gott væri fyrir alla aðila málsins að skoða. Svo virðist sem sóknir landsins og trúfélög fái sóknargjöld greidd frá ríkinu burtséð frá því hvort að allir sóknarmeðlimir yfir 16 ára aldri hafi greitt tekjuskatt eða ekki til ríkisins. Þetta felur það í sér að af tekjuskatti tekjuhárra einstaklinga kunni einhver fjárhæð að renna sem sóknargjald fyrir aðra einstaklinga sem kunna að vera tekjulágir eða tekjulausir, enda hafi þeir ekki greitt tekjuskatt né útsvar. Þetta er afar annkaraleg niðurstaða. Óþægilegra er þó sú aðstaða sem í dag er komin upp þar sem þeir sem standa utan trúar- og lífsskoðunarfélaga er mismunað þar sem þeir greiða í engu lægri tekjuskatt en þeir sem greiða sóknargjöld og fer fjárhæðin beint í ríkiskassan en ekki t.d. til Háskóla Íslands eins og áður var. Þá er hafa trúfélög ekkert um það að segja hver fjárhæð sóknargjaldsins er hverju sinni - sem er í ósamræmi við hugmynd um að sóknargjöld séu raunverulega innheimt meðlimagjöld kirkjunnar. Þannig getur trúfélag í fjárhagslegum erfiðleikum ekki aukið sóknargjöld sín til að mæta raunverulegri fjárþörf sinni.

peningarogkirkjanÞessi framkvæmd kann að vekja raunverulegar spurningar um eðli sóknargjaldsins í dag – burtséð frá hverskonar hefðum eða skilningi sem menn hafa í gegnum árin lagt í sóknargjaldið. Mikilvægt hlýtur að vera í ljósi afstöðu Alþingis skv. framangreindum nefndarálitum að skýra eðli sóknargjaldsins betur í lögum um sóknargjöld og gera innheimtu þeirra gegnsærri á sama hátt og innheimta vegna ríkisútvarpsins og framkvæmdastjóðs aldraða er afar skýr í ágúst árlega.

Trúfélög hljóta þó að þykja mikilvægt að vera óháð ríkisvaldinu og vera raunverulega sjálfstæð. Þannig hljóta trúfélög í landinu að vilja vera laus við þá hættu að ríkið velji að hætta innheimtuhlutverki sínu án mikils fyrirvara og þannig skapa trúfélögum erfiðleikum hvað tekjustofna sína varðar og/eða hafa bein áhrif á fjárhæð sóknargjalda. Trúfélag sem er háð innheimtu ríkisins á sóknargjöldum hlýtur að vilja endurskoða stöðu sína og leggja áherslu á það að afla teknu sjálfstætt án íhlutunar, aðstoðar eða aðkomu ríkisins. Það hlýtur að vera gott fyrir alla aðila og trúfélagsmeðlimi að vinna að því að breyta núverandi fyrirkomulagi í þrepum þannig að sjálfstæði trúfélaga um innheimtu sóknar og/eða meðlimagjalda færist til trúfélaga og þ.a.l. ákvörðun fjárhæðarinnar eða að lágmarki að núverandi kerfi verði gert gegnsærra og skýrt til muna.

-DS

Harmageddon og Þorgerður Katrín um trúfrelsi

Þeir Frosti og Máni í útvarpsþættinum Harmageddon fengu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, alþingismann og fyrrum mennamálaráðherra í heimsókn til sín. Var m.a. rætt talsvert um trúmál, sérstaklega í ljósi frumvarps um trúar- og lífsskoðunarfélög sem nýlega var samþykkt sem lög á Alþingi. Viðtalið er áhugavert og fá trúmálin umfjöllun strax í upphafi þess en á seinni stigum snýst umræðan talsvert meira um önnur málefni. Viðtalið má sjá með því að smella hérna

Gagnrýni á söfnun kirkjunnar? Ber að undrast?

Er það einkennilegt að þjóðkirkjan telji það hlutverk sitt að safna fé fyrir Landspítalann eftir að hafa þrýst á um og fengið tugmilljóna aukafjárframlag, vegna fjárkorts kirkjunnar eins og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis heldur fram skv. frétt RÚV um málið?

Fyrr í dag fjölluðum við um átak það sem kirkjan hyggst standa fyrir um söfnun vegna tækjakaupa Landspítalann, en Agnes Sigurðardóttir, biskup, sagði m.a. að kirkjan vildi taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landsspítalanum. Við lístum þessu sem skref í rétta átt á nýju ári og fjölluðum um það verkefni sem Jesús kallar kristna til þess að vinna, að þjóna fátækum, sjúkum og öðrum þeim sem minna mega sín.

Nú hafa hinsvegar margir sem lesið hafa fréttina tjáð sig um það að þeim þyki nú ómakleg orð og gagnrýni þingmannsins. Að einhverju leiti má vissulega taka undir það, en þó verður líka að viðurkennast að þingmaðurinn setur fram gagnrýni sína á afar málefnalegan hátt og hlutar hennar ættu vissulega að vera kirkjunni og öðrum umhugsunarefni.

SIIÍ fyrsta lagi er vert að vekja athygli á því að þingmaðurinn er ekki að gagnrýna ætlun kirkjunnar til tækjakaupasöfnunar sjálfstætt, heldur virðist gagnrýnin snúa að því að kirkjan taki sér þetta fyrir hendur samhliða því að hafa fengið tugmilljóna aukafjárframlag vegna meints fjárskorts. Jafnframt ýjar þingmaðurinn að því að kirkjan sé að „básuna“ þessu góðverki sínu og að einhverskonar auðmýkt kunni að skorta sem ýmis frjáls félagasamtök hafi í gegnum tíðin jafnvel staðið sig heldur betur.

Þingmaðurinn tekur jafnframt fram að hún sé að sjálfsögðu þakklát fyrir það eins og aðrir borgarar landsins að keypt séu tæki á Landspítalann og jafnframt segir þingmaðurinn: „Mér finnst það kanski ekki rangt [að kirkjan standi að fjársöfnun - innskot fréttamanns RÚV í umfjöllun sinni]…“ Það sem virðist fara í taugarnar á þingmanninum er að kirkjan fái greidda fjármuni frá ríkinu sem gætu eins runnið til þess málefnis sem kirkjan stefnir að því að vinna fjáröflun vegna.

AgnesStefna kirkjunnar í þessu máli er engan vegin yfir þessa gagnrýni hafin, sérstaklega í ljósi hinna fjárhagslegu tengsla sem til staðar eru milli Kirkjunnar, ríkisins og Landsspítalans, og sérstaklega þegar óljóst er hvernig að fjáröfluninni verði staðið og t.a.m. hver kostnaður við hana verður – mun aukafjárveitingin sem kirkjan fékk t.a.m. dekka kostnaðinn við fjáröflunina og það sem til safnast til Landsspítalans?

Á meðan því er vissulega fagnað að kirkjan taki þetta skref að standa fyrir söfnun að þá er þetta vonandi fyrsta skref af mörgum, og vonandi verður þátttaka og þjónusta kirkjunnar í samfélagsþjónustu stór og eðlilegur hluti af kjarnahlutverki kirkjunnar í samfélaginu. Slíkt myndi vafalítið hafa þau áhrif að kirkjan þarf ekki að „básúna“ um það, en slíkt ber eðlilega að varast og samræmist ekki boðskapi Biblíunnar. En í Matt. 6:1-4 segir m.a.:

1Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
2Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér eins og hræsnarar gera í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
3En þegar þú gefur ölmusu viti vinstri hönd þín ekki hvað sú hægri gerir 4svo að ölmusa þín sé í leynum og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Hvort biskup hafi verið að „básúna“ þetta eða bara láta vita af þessu á kurteisislegan hátt má vissulega hártogast um lengi, en ljóst er að ef þetta verður hluti af hversdagsstarfi kirkjunnar að þjónusta samfélagið án tilgerðar, án tilkynningar, í auðmýkt og með boðskap Jesú Krists að leiðarljósi verður gagnrýni þingmannsins seint að fréttaefni. Kannski segir það meira um vanrækslu kirkjunnar á þessu samfélagsþjónustu hlutverki sínu til þessa að þingmaðurinn telur sig þurfa að fjalla um það en hitt að þingmaðurinn sé ómaklega að vega að kirkjunni með orðum sínum?

-DS

 

Ögmundur: Siðmennt en ekki Kárahnjúkar

Ögmundur Jónason innanríkisráðherra gerir andstöðu við frumvarp um lífsskoðunarfélög að umtalsefni í aðsendri grein Fréttablaðsins í dag. Þar rekur hann í stuttu máli að andstæðingar frumvarpsins hafi hingað til komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu en frumvarpið snýst um viðurkenningu á lífsskoðunarfélögum á borð við Siðmennt þannig að þau njóti jafnrar stöðu á við trúfélög gagnvart ríkisvaldinu. Í aðsendri grein sinni kallar Ögmundur eftir því að þeir sem standi gegn þessu frumvarpi geri grein fyrir afstöðu sinni og þeim hagsmunum sem í húfi séu, enda sé Siðmennt hvorki Kárahnjúkar né bankaeinkavæðing heldur hefur félagið uppskorið almenna viðurkenningu og virðingu skv. orðum ráðherrans.

Nú þekkjum við ekki hverjir helstu andstæðingar frumvarpsins eru sem Ögmundur reynir að skora á, en frumvarpið virðist hafa dagað uppi á síðastliðnu þingi og er komið inn aftur og inn í allsherjar- og menntamálanefnd á yfirstandandi þingi.

Í fyrra komst frumvarpið þó á það stig að umsagnir hagsmunaðila bárust nefndinni. Meðal þeirra sem sendu inn umsagnir voru: Biskupsstofa, Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, KFUM og K, Baháí, Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, Umboðsmaður barna, og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Engin þessara umsagnaraðila mótmælti meginmarkmiðum frumvarpsins. Þvert á móti var því iðulega fagnað. Þessi fórnarlambsleikur ráðherrans vekur því strax upp spurningar. Athygli vekur einnig að Siðmennt skilaði ekki umsögn til þingsins, en það skýrist hugsanlega af því að Siðmennt tók afar virkan þátt í samningu frumvarpsins innan ráðuneytisins umfram aðra aðila, sem kann einnig að vekja sýnar spurningar. Halda áfram að lesa

Graham feðgar og mormónar

Fjölmiðlar vestanhafs einbeita sér nú að forsetakosningum þar ytra. Eins og algengt er í bandarískum stjórnmálum skipa siðferðis og trúmál ákveðinn sess í þeirri umræðu sem skapast. Oft taka kirkjur sér saman og hvetja safnaðarmeðlimi sína til þess að kjósa einn frambjóðanda umfram annan.

Að hve miklu leiti kirkjur ættu að blanda sér í pólitík er umdeilanlegt. Hér á Íslandi er ekki mikil hefð fyrir slíku, þó að stöku sinnum geri prestar stjórnmál í landinu að umtalsefni úr ræðupúlti safnaðarins. Þó mönnum finnist þetta oft óþægilegt, eru vafalítið mörg tilvik sem kalla á eðlilega þátttöku kirkju og kristinna einstaklinga í pólitík. Í Bandaríkjunum er þetta afar algengt, t.a.m. hvetja safnaðarleiðtogar, t.d. hinn títt nefndur Rick Warren, leiðtogi Saddleback kirkjunnar í Kaliforníu, meðlimi sína til þess að kjósa mann sem deilir sömu siðferðislegum gildum og trúin leggur upp með. Í því samhengi vísast iðurlega til þriggja atriða, lífs, kynlífs og hjónabandsins. Nú hafa hinsvegar vaknað umræður um opinbera afstöðu og hvatningu Billy Grahams og sonar hans, Franklin Graham til kosningar Mitt Romneys, sem er forsetaframbjóðanda Repúblikana flokksins. Ástæðan fyrir þessari umræðu er að Mitt Romney er Mormóni.

Halda áfram að lesa